139. löggjafarþing — 75. fundur,  17. feb. 2011.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

471. mál
[18:12]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Það sem ég las upp áðan og sagði að væri bull er það sem hér stendur:

„... ljóst er að Ísland sem aðildarríki að sambandinu mundi litlu sem engu ráða um eigin málefni, hvorki hvað varðar fjárlagagerð né efnahagsmál almennt, hvað þá önnur málefni.“

Frú forseti. Ég endurtek það sem ég sagði þá: Þetta er bull.

Hvað varðar fyrirspurn hv. þm. Ásmundar Einars Daðasonar um það sem hv. þm. Einar K. Guðfinnsson sagði áðan í umræðunni og í andsvari við hv. þingmann, hvort um aðildarviðræður eða aðlögunarviðræður væri að ræða og hann tók dæmi um landbúnaðinn, ætla ég einfaldlega að segja að ég er sammála hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni hvað það varðar.