139. löggjafarþing — 75. fundur,  17. feb. 2011.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

471. mál
[18:28]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hvað varðar andsvar hv. þingmanns varðandi Raufarhöfn þá tel ég að Raufarhöfn sé nú töluvert til umræðu hér. Raufarhöfn er einfaldlega hluti landsbyggðarinnar og við ræðum þau mál mjög oft, hvernig við eigum að styðja við hinar dreifðu byggðir landsins. (PHB: Hvenær var síðast rætt um Raufarhöfn?) Ég sagði að Raufarhöfn væri hluti landsbyggðarinnar og á sama hátt og Raufarhöfn er hluti landsbyggðarinnar yrðum við Íslendingar, ef af verður, hluti Evrópusambandsins.

Ég er sammála hv. þingmanni um það að mikil ábyrgð er fólgin í því að taka þá ákvörðun, ef þjóðin tekur hana, að ganga í Evrópusambandið. En hverri gjörð fylgir ábyrgð. Menn verða þá að axla þá ábyrgð með einhverjum hætti þegar þar að kemur.