139. löggjafarþing — 75. fundur,  17. feb. 2011.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

471. mál
[18:45]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Forseti. Eitt sem maður hefur lært er að aldrei er nóg af upplýsingum og góðu aðgengi. Ég þakka sérstaklega fyrir þessar upplýsingar. Ég hvet fólk til að nýta sér aðgengið að aðildarumsóknarferlinu sem nú þegar er til staðar.

Nú ræðum við um afturköllun umsóknarinnar. Ég held að við ættum að ræða oftar í þinginu um hvar við erum stödd í ferlinu. Mér skilst að eftir að rýnifundirnir hafa verið haldnir muni einmitt fara fram umræða í þinginu um stöðu málsins. Þá þurfum við auðvitað að fá á hreint ákveðin atriði sem tengjast umsóknarferlinu frá hæstv. utanríkisráðherra. Ég er ávallt hlynnt mikilli umræðu og held að meiri umræða í þessu máli muni ekki skaða það.