139. löggjafarþing — 75. fundur,  17. feb. 2011.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

471. mál
[18:50]
Horfa

Flm. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ekki laust við að kaldur hrollur fari niður eftir bakinu á þeim þingmönnum sem hér sitja, alla vega mínu, þegar hv. þingmaður lýsir þeirri skelfilegu framtíðarsýn að hugsanlega verði hér vinstri stjórn um aldur og ævi. Það skal aldrei verða.

Hæstv. forseti. Mig langar að þakka fyrir ræðuna og koma fram með nokkrar spurningar. Hv. formaður utanríkismálanefndar var hér í gær og ég átti við hann orðastað í umræðunni um kostnaðinn sem ekki liggur fyrir og erfitt er að draga fram. Í greinargerð okkar með þessari tillögu kemur fram að við áætlum hann um 7 milljarða. Það er byggt á skýrslu sem hæstv. utanríkisráðherra flutti í þinginu síðastliðið vor, í maí, þar sem kom fram að kostnaðurinn væri 1 milljarður auk 6 milljarða sem kæmu frá Evrópusambandinu. Auk þess kæmi mótframlag upp á 6 milljarða frá íslenska ríkinu að því er okkur skildist. Mun hv. þingmaður, sem situr í fjárlaganefnd, aðstoða okkur við að fá liðsinni fjárlaganefndar við að reyna að upplýsa þetta mál líkt og formaður utanríkismálanefndar kom inn á í gær? Má aldrei (Forseti hringir.) draga til baka ályktun frá Alþingi?