139. löggjafarþing — 76. fundur,  22. feb. 2011.

ástandið í Líbíu.

[15:05]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég þakka ráðherranum fyrir ágæt svör og vil brýna hann og ríkisstjórnina áfram til góðra verka á þessu sviði. Ég er sannfærð um að vilji íslensku þjóðarinnar er að standa með almenningi í Líbíu og annars staðar í heiminum þar sem brotið er á fólki.

Ég vil líka hvetja til meiri upplýsingagjafar frá stjórnvöldum um þeirra afstöðu í þessum málum til þjóðarinnar.