139. löggjafarþing — 76. fundur,  22. feb. 2011.

lögreglulög.

405. mál
[15:09]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í dag segjum við þingmenn Framsóknarflokksins: Loksins, loksins. Loksins er þetta mál komið til atkvæðagreiðslu eftir 2. umr. og verður líklega að lögum á morgun. Þessi gleðitíðindi boða að nú sé hægt að hefja starfsemi í Lögregluskólanum og eru allar líkur til þess að hún geti hafist 1. mars. Hún átti að hefjast 1. febrúar en vegna ósættis eins aðila í allsherjarnefnd náðist það ekki. Það er löngu tímabært verð ég að segja að óska Lögregluskólanum til hamingju með að nú sé þetta frumvarp að verða að lögum. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)

Þingmenn Framsóknarflokksins segja allir já. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Allir?) [Hlátur og kliður í þingsal.]