139. löggjafarþing — 77. fundur,  23. feb. 2011.

fundarstjórn.

[14:45]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Ég mótmæli þeirri fundarstjórn forseta að ekki sé lamið í bjöllu þegar hv. þm. Eygló Harðardóttir leyfir sér að vitna til þess að hér fari þingmenn í pontu og ræði um stjórnsýsluna, rannsóknarskýrslu Alþingis og rannsóknarnefnd Alþingis og segir jafnframt að sá þingmaður sem það gerir, sú sem hér stendur, vogi sér síðan að segja nei við því að vera sátt við það sem stendur í þessu frumvarpi um samkeppnislög.

Frú forseti. Slíkar aðdróttanir þingmanns í atkvæðaskýringu fyrir sjálfa sig eru með öllu óásættanlegar.