139. löggjafarþing — 77. fundur,  23. feb. 2011.

lögreglulög.

405. mál
[14:48]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég styð þetta frumvarp eftir ágæta rannsókn í allsherjarnefnd, einkum á þeim forsendum að Landssamband lögreglumanna mælir með því að frumvarpið verði að lögum og að við höldum svo áfram að bæta Lögregluskólann.

Því ber svo að fagna — eins og venjulega ber að spyrja að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum, og að leikslokum erum við öll sammála, nema hláturbrandaraliðið hérna frammi í sal, um að við séum að gera lögreglunni í landinu (Gripið fram í.) gott í bráð og lengd og þar með samfélagi okkar. Ég veit að hv. þm. Vigdís Hauksdóttir er mér sammála um að við verðum að vanda okkur við að búa sem best að þeirri stétt manna sem myndar hornstein samfélagsins, lögreglunni.