139. löggjafarþing — 78. fundur,  24. feb. 2011.

staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.

533. mál
[11:25]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar sem við erum að tala hér um íslenska tungu og íslenska táknmálið mætti ræða um orðið andsvar. Ég er svo sannarlega ekki komin hingað upp til að fara í andsvar við ráðherrann, heldur svo sannarlega meðsvar.

Ég er mjög sátt við að þessi tillaga skuli vera komin fram, ég hlakka til að vinna með öðrum fulltrúum menntamálanefndar að þessu máli og vona svo sannarlega að við getum öll tekið höndum saman og tryggt það að við getum afgreitt þetta vel og hratt í gegnum þingið.