139. löggjafarþing — 82. fundur,  28. feb. 2011.

tilkynning um dagskrá.

[15:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Tvær utandagskrárumræður fara fram í dag, hin fyrri hefst um kl. hálffjögur, að loknum dagskrárliðnum óundirbúinn fyrirspurnatími, og er um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við hækkandi olíuverði. Málshefjandi er hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson. Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon verður til andsvara.

Hin síðari hefst um kl. fjögur og er um stöðu kjarasamninga á almennum og opinberum vinnumarkaði. Málshefjandi er hv. þm. Vigdís Hauksdóttir. Velferðarráðherra Guðbjartur Hannesson verður til andsvara.

Umræðurnar fara fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.