139. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2011.

ríkisábyrgðir.

187. mál
[14:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Með gleði greiði ég atkvæði með þessari tillögu. Hún gengur út á það að Landsvirkjun sem og önnur fyrirtæki skuli greiða álag og greiða fyrir ríkisábyrgðina sem nemur því hagræði sem þau hafa af láninu. Þetta þýðir að þessi fyrirtæki fara væntanlega út á almennan markað með sínar lántökur og þá er náttúrlega næsta skref að selja fyrirtækið. [Hlátur í þingsal.]