139. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2011.

rannsóknarnefndir.

348. mál
[15:05]
Horfa

Frsm. allshn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég get alveg tekið undir að ég hygg að sú leið sem hér er valin sé bráðabirgðaleið með bráðabirgðaákvæði en ég get alveg stutt það að slíkri stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verði komið á fót á vorþingi og leysi af hólmi allsherjarnefnd. Ég treysti hins vegar allsherjarnefnd fullkomlega til að sinna þessu hlutverki en með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd væri hægt að breikka að einhverju leyti hlutverk allsherjarnefndar. Síðan legg ég áherslu á að brýnt er að setja einhverjar leikreglur um þá nefnd í leiðinni.