139. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2011.

rannsóknarnefndir.

348. mál
[16:06]
Horfa

Frsm. allshn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er gert ráð fyrir að settar verði nánari leikreglur um þessar rannsóknir, en frumkvæðið liggur hjá einstökum þingmönnum rétt eins og í þingmálum. Hver og einn getur lagt fram slíka þingsályktunartillögu, markað henni farveg, útfært rannsóknarefnið og þar fram eftir götunum. Ég held að það frumvarp sem hér liggur fyrir svari öllum þeim vandamálum sem uppi eru og þeim sem kunna að koma upp, fyrir utan að það þarf að setja þennan almenna ramma um leikreglur.