139. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2011.

landlæknir og Lýðheilsustöð.

190. mál
[16:57]
Horfa

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta eru fyrst og fremst fagleg samlegðaráhrif sem munu skila sér til framtíðar. Ef það er ekki ávinningur af því að hafa sterkari stofnun, faglega sterkari stofnun, þá veit ég ekki hvar hv. þingmaður hefur verið ef hann metur það ekki.

Hvað varðar fjárhagslega hagræðingu segir það sig sjálft að þegar tvær stofnanir eru sameinaðar og búið er til eitt og nýtt skipurit verða að sjálfsögðu breytingar á mannahaldi. Þar kemur fram hagræðing innan stofnunarinnar. Við skulum bara segja, þar sem það hefur ekki komið fram, að við skulum nota hérna heilbrigða skynsemi og álíta sem svo að þegar tvær stofnanir eru sameinaðar og búið til nýtt skipurit komi fram hagræðingaráhrif af því.