139. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2011.

landlæknir og Lýðheilsustöð.

190. mál
[17:38]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur varð tíðrætt í ræðu sinni um eftirlitshlutverk landlæknis. Raunar komu þessar áhyggjur þingmannsins fram á fundum í hv. heilbrigðisnefnd. Í lögum um landlækni er eftirlitshlutverk embættisins tíundað í 15 greinum. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er það nefnt í 25.–27. gr. Ég velti fyrir mér hverjum þessara greina hv. þingmaður hefði viljað breyta, þ.e. þeirra sem upp eru taldar. Og hvers vegna gera hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki þær breytingartillögur nú fyrst tækifærið er til staðar, eins og hv. þingmaður nefndi sjálf?