139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

544. mál
[15:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel mjög mikilvægt að Alþingi gæti þess að það hefur löggjafarvaldið í landinu og það ætti, að mínu mati, að semja öll þau frumvörp sem hér eru afgreidd. Við eigum ekki að fela einhverju fólki úti í bæ að semja fyrir sig frumvörp, til þess erum við kjörin hingað.