139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

þingsályktunartillaga um skipun stjórnlagaráðs.

[15:59]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Ég tek eftir því að mikil ókyrrð hefur gripið um sig meðal stuðningsmanna máls hér í hliðarsölum þegar þetta atriði sem ég nefndi er rætt.

Ég óskaði einungis eftir því að sá forseti sem nú situr á forsetastóli úrskurði með rökstuddum hætti hvort og hvers vegna hann telji að málið sem næst er á dagskrá sé þingtækt þegar fram hafa komið fullyrðingar frá lagaprófessorum um að með þeirri leið sem tillagan mælir fyrir um sé farið á svig við niðurstöðu Hæstaréttar um ógildingu kosninganna. Ég tel að með því að fara þá leið, verði tillagan samþykkt, sé þingið (Forseti hringir.) að ganga mjög hart fram gegn (Forseti hringir.) meginreglu 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrígreiningu ríkisvaldsins. (Forseti hringir.) Nú sé ég að hv. þm. Álfheiður Ingadóttir er orðin mjög óróleg yfir þessu máli (Forseti hringir.) en ég óska eftir því að fá …