139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

þingsályktunartillaga um skipun stjórnlagaráðs.

[16:03]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Við erum einfaldlega að reyna að fá það fram hver afstaða hæstv. forseta varðandi þetta mál er. (Gripið fram í.) Það liggur fyrir að þetta mál er komið hér á dagskrá. Það hafa komið fram athugasemdir þar sem spurt hefur verið hvort málið sé þingtækt. Vísað hefur verið til mjög alvarlegra athugasemda sem lagaprófessorar hafa gert við málið og það er augljóst að hér er verið að reyna að sniðganga niðurstöðu Hæstaréttar og koma þessu máli hér á dagskrá. Þess vegna er það eðlilegt að við köllum eftir rökstuðningi hæstv. forseta varðandi þetta mál.

Mér finnst ekki farið fram á mikið, þegar við erum að ræða um svona alvarlegt mál, sem lýtur að undirbúningi að breytingum á sjálfri stjórnarskránni, að kallað sé eftir því að hæstv. forseti rökstyðji það með hvaða hætti hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að málið sé þingtækt. Það eru efasemdir um það, (Forseti hringir.) það eru efasemdir og ekki bara hér í þessum ræðustól, þær eru úti í samfélaginu (Forseti hringir.) og hæstv. forseta ber að útskýra hvernig hann hefur komist að þeirri niðurstöðu.