139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[16:49]
Horfa

Flm. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að hafa gert grein fyrir afstöðu sinni í þessu efni. Mig langar til að spyrja hann að því hvaða takmarkanir hann telur, þar sem hv. þingmaður er löglærður maður, vera á því almennt að Alþingi geti ýmist kosið eða skipað með þeim hætti sem hér er gert ráð fyrir menn úti í bæ og falið þeim að sinna tilteknum verkum. Eru einhverjar takmarkanir á því að hans mati?