139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[18:01]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætlaði að spyrja hv. þm. Birgittu Jónsdóttur svipaðrar spurningar og ég spurði hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur áðan, hvort ekki sé réttur skilningur hjá mér að stjórnlagaráðið eigi miðað við tillöguna sem hér liggur á borðinu, að vera eins og stjórnlagaþingið að öðru leyti en því að nafnið hefur breyst og að fulltrúarnir eigi að fá skipunarbréf frá forseta Alþingis en ekki kjörbréf frá landskjörstjórn.