139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[18:17]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skil það svo að hv. þingmaður sé ekki samþykkur því að halda stjórnlagaþing eða skipa stjórnlagaráð eða færa öðru fólki en alþingismönnum það hlutverk að gera heildstæðar tillögur að stjórnarskránni, ég skil það svo. Hann telur að betra væri að kjósa upp aftur.

Ég spyr hv. þingmann: Væri hann tilbúinn að taka höndum saman við mig um að gera þær breytingar sem þarf á stjórnlagaþingslögunum til að það sé alveg klárt að engin kosningatæknileg vandræði séu til staðar og á þeim tíma að kosningin geti farið fram um leið og þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í landinu 9. apríl?