139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

tilkynning um dagskrá.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Kl. 11 fer fram umræða utan dagskrár um framkvæmdir í Þingeyjarsýslu í ljósi sameiginlegs umhverfismats. Málshefjandi er hv. þm. Mörður Árnason. Iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir verður til andsvara.

Kl. hálftvö fer fram síðari umræða utan dagskrár um ástandið í arabalöndum og ábyrgð vestrænna ríkja. Málshefjandi er hv. þm. Árni Þór Sigurðsson. Utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson verður til andsvara.

Umræðurnar fara fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.