139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[12:06]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég skil að menn hafi ýmis sjónarmið um það sem breyta mætti ef gengið yrði á ný til kosninga. Ég ætla út af fyrir sig ekki að gera það að neinu aðalatriði umræðunnar hér. Meginatriðið er einfaldlega að hugsjónin um stjórnlagaþing er hugsjónin um rétt kjörið, þjóðkjörið, þing sem geri þingi og þjóð tillögu um nýja stjórnarskrá sem við, og þjóðin auðvitað öll, eigum að starfa eftir og vinna á hverrar grundvelli.