139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

lengd þingfundar.

[14:11]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er í sjálfu sér allt í lagi mín vegna að við verðum hér eitthvað fram eftir kvöldi og því mun ég ekki greiða atkvæði gegn þessari ósk frú forseta. Ég vil þó að það komi hér skýrt fram að ég skil þessa tillögu þannig að við séum að tala um að hafa fund hér eitthvað fram eftir kvöldi en ekki inn í nóttina. Þar á er mikill munur og til að vera alveg skýr legg ég til að það verði skýrt algjörlega úr forsetastól að við séum að miða við einhvers staðar á bilinu átta til tíu, [Hlátur í þingsal.] eitthvað svoleiðis. Það kalla ég fram eftir kvöldi en ekki inn í nótt.