139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[15:35]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég segi það enn einu sinni í þessari umræðu að það hefur enginn, hvorki fræðimaður né nokkur annar, sagt að tillagan stríði gegn lögum. Það er hins vegar rétt að sumir telja að heppilegra hefði verið að fara aðra leið. Það er allt annað mál. Tillagan er þannig að hún stríðir ekki gegn lögum, það er alveg kýrskýrt. (TÞH: Löglegt en siðlaust.)

Þá spyr ég hv. þingmann í fyrsta lagi: Var hann óánægður með úrslit kosninganna? Fannst honum að þau hefðu átt að vera öðruvísi eða kosningin sem fram fór og 80 þúsund manns tóku þátt í? Í öðru lagi: Hefur það ekki alltaf verið skoðun þingmannsins að ekki eigi að halda stjórnlagaþing?