139. löggjafarþing — 86. fundur,  14. mars 2011.

athugasemdir frá sveitarstjórn Flóahrepps.

[15:41]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég vil í tilefni af hinni sérstöku vakningu hv. þm. Ragnheiðar Elínar Árnadóttur um þetta mál segja henni og öðrum frá því að þau ummæli sem ég hef haft um þetta efni voru ekki látin falla í þingsal. Þau eru annars vegar í þættinum Silfur Egils og hins vegar á bloggsíðu sem ég hef rekið og skrifað á núna nokkur missiri. Ef hún eða sveitarstjórnin í Flóahreppi vill eiga við mig orð um þetta mál er óþarfi að það fari í gegnum forseta Alþingis.