139. löggjafarþing — 86. fundur,  14. mars 2011.

staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.

210. mál
[15:44]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Áður en við hefjum atkvæðagreiðsluna vill forseti geta þess að svo getur farið að fleiri atkvæðagreiðslur verði í dag og fleiri fundir. Forseti biður þingmenn því að vera viðbúna því að vera kallaðir til atkvæðagreiðslna síðar í dag. Forseti mun funda með formönnum þingflokka nú strax að lokinni þessari atkvæðagreiðslu og þá kemur betur í ljós hvenær það gæti orðið.