139. löggjafarþing — 87. fundur,  14. mars 2011.

rekstur innanlandsflugs.

502. mál
[16:17]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka kærlega þessa umræðu og fyrirspyrjanda fyrir spurningu hans. Innanlandsflugið og Reykjavíkurflugvöllur hafa oft og tíðum verið spurning um líf og dauða hvað sjúkraflugið varðar. Mér finnst það þurfa að koma fram í umræðunni að það er allt of langt fyrir fyrir þá sem búa lengst frá höfuðborginni að aka þangað þegar þeir þurfa að sinna erindum þar. Þess vegna eigum við svo sannarlega að líta á flugið sem almenningssamgöngur þar sem það er hagstæðara bæði umhverfislega og samfélagslega séð að nýta það. Það eru margir sem þurfa að reka erindi sín í höfuðborginni og því er afar mikilvægt að hafa flugvöll í næsta nágrenni. Um leið og við hækkum ákveðin gjöld verðum við að passa að hafa álögurnar hæfilegar og gæta varúðar í þeim efnum.