139. löggjafarþing — 91. fundur,  14. mars 2011.

efling iðn- og tæknináms.

521. mál
[18:35]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég vil nefna þrennt. Atvinnulífið í náinni framtíð mun kalla á tæknimenntað fólk. Það þýðir að þegar við eflum kennaramenntunina þurfum við að skoða þann þátt í þeirri endurskoðun.

Kannski númer eitt, tvö og þrjú þarf viðhorfsbreytingu samfélagsins til náms. Enn er talað um menntun þegar um er að ræða þá sem fara í langskólanám eða háskólanám en vart er litið á iðnmenntun; að rafvirkjar, múrarar, málarameistarar o.s.frv. hafi menntun. Viðhorf samfélagsins þarf því að breytast til náms og hvetja þarf unga nemendur, hvort heldur það eru stelpur eða strákar, til að horfa til þessara þátta í námi sem eru ekki síður mikilvægir í atvinnulífi okkar en þeirra sem fara í háskólanám og koma síðan út á vinnumarkaðinn. (Forseti hringir.) Skurðlæknir gæti ekkert unnið án rafvirkja.