139. löggjafarþing — 92. fundur,  15. mars 2011.

framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

557. mál
[14:57]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það kemur vel á vondan þegar rætt er um heildarsýn yfir löggjöf sem gildir um kosningar. Ég man ekki betur en að þegar hv. þingmaður lagði til að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu til inngöngu í Evrópusambandið hafi hún ekki munað eða haft neina heildarsýn yfir þá tímafresti sem þar yrðu að gilda. Ég man ekki heldur betur en að þegar úrslit hafi legið fyrir í kosningu til stjórnlagaþings hafi hv. þingmaður talið að stafrófsröð hefði haft afgerandi áhrif á úrslit kosningarinnar. Ég frábið mér svona málflutning.