139. löggjafarþing — 94. fundur,  16. mars 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 17/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

82. mál
[14:47]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er verið að leita heimildar Alþingis til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara. Slíkur fyrirvari er settur þegar tekin er inn gerð eða tilskipun sem krefst lagabreytinga. Lagabreytingarnar eru eftir þannig að þingið hefur öll tækifæri til að fara sínum fínu og næmu höndum um þær lagasetningar til að tryggja nákvæmlega það sem hv. þm. Pétur H. Blöndal nefndi hér áðan.