139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:16]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé fullt tilefni til að beina því til forseta hvort hún gæti leiðbeint hæstv. ráðherrum um þann dagskrárlið sem var hér á undan, óundirbúnar fyrirspurnir. Hæstv. utanríkisráðherra bendir réttilega á að oft er erfitt að svara flóknum spurningum á þeim skamma tíma sem ráðherrarnir hafa, en það hlýtur samt að vera hægt að svara á einni mínútu grundvallarspurningu eins og hvaða stefnu ríkisstjórnin hefur í peningamálum. (Utanrrh.: Á einni mínútu?) (Gripið fram í: Tveimur.) (Gripið fram í: … svara.) Hér svarar hæstv. forsætisráðherra því að það sé algjörlega skýrt hvaða stefnu hún hafi, hún hafi þá stefnu að hér verði tekin upp evra. Efnahagsráðherra vill það sama, (Forseti hringir.) fjármálaráðherrann vill krónu og hv. formaður (Forseti hringir.) viðskiptanefndar vill skipta um kennitölu. (Forseti hringir.) Hæstv. ráðherrar hljóta að (Forseti hringir.) geta sagt mér á þessum skamma tíma (Forseti hringir.) hvaða peningamálastefnu ríkisstjórnin hefur.