139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:19]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Frú forseti. Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég ætla að ræða um fundarstjórn forseta. Við þingmenn höfum ekki farið varhluta af því að hæstv. utanríkisráðherra hefur ekki alltaf svör á reiðum höndum við þeim spurningum sem varpað er til hans, við höfum orð vör við það. En þá segir hæstv. utanríkisráðherra það bara og er ærlegur gagnvart því en bregst ekki við spurningum eins og hæstv. forsætisráðherra með því að setja á hraðaspurningar gagnvart stjórnarandstöðunni sem mótleik við þeim spurningum sem varpað er til hennar eins og spyrill í spurningakeppni.

Frú forseti. Ég fer fram á það við þig að þú útskýrir fyrir hæstv. forsætisráðherra að þegar hér er óundirbúinn fyrirspurnatími til ráðherra eigi þeir að svara þeim spurningum sem til þeirra er beint. (Gripið fram í: Hverjir eru það?)