139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

landlæknir og Lýðheilsustöð.

190. mál
[11:42]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Það er ljóst að þingheimur mun fella breytingartillögu sem hljóðar svo:

„Öll störf hjá landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð eru lögð niður frá og með 1. janúar 2012. Auglýsa skal öll störf hjá hinni nýju stofnun, Landlæknir – lýðheilsa. Velferðarráðherra skipar sóttvarnalækni við nýja stofnun, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 70/1996.“

Alþingi samþykkir hér með að gömul lög sem í gildi eru skuli ekki virt við sameiningu þessara tveggja stofnana, þegar tvær stofnanir eru lagðar niður og ný stofnun verður til. Löggjafinn sjálfur samþykkir að gild lög skuli ekki í heiðri höfð þegar ný lög eru sett. Það er dapurt fyrir löggjafann.