139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

landlæknir og Lýðheilsustöð.

190. mál
[11:43]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Í öllu sameiningarferlinu sem staðið hefur í um ár hefur verið lögð megináhersla á starfsöryggi allra starfsmanna. Því er eins farið að við sameiningu þessara stofnana og oft hefur verið gert þegar sameining á sér stað og ný stofnun verður til, fyrst og fremst er horft til starfsöryggis. Öllum starfsmönnum er boðið starf hjá nýrri stofnun og er því valið úr hópi núverandi starfsmanna þegar skipað er í stöður. Farið er að öllu eins og um nýráðningar væri að ræða (RR: Það er rangt, Þuríður.) þannig að faglegt mat og ráðning í stjórnunarstöður eru í góðum farvegi (Gripið fram í.) og góðu lagi.