139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

kynningarefni um Icesave-samningana fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

617. mál
[13:32]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar bara að beina þeim tilmælum til hv. flutningsmanna þessarar þingsályktunartillögu að breyta orðalaginu og segja: Alþingi Íslendinga „felur“ innanríkisráðherra að leita til Lagastofnunar Háskóla Íslands, en ekki „láta“ Lagastofnun háskólans gera eitthvað.