139. löggjafarþing — 96. fundur,  17. mars 2011.

kynningarefni um Icesave-samningana fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

617. mál
[13:36]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Ég fagna því að ákveðið hefur verið að gera óháð kynningarefni um Icesave. Upprunalega var tillagan lögð fram í nafni Hreyfingarinnar af hv. þm. Margréti Tryggvadóttur. Það gleður mig að þingið er sammála því að þetta þurfi að fara í framkvæmd, þó fyrr hefði verið, og er eiginlega svolítið sorglegt að hæstv. innanríkisráðherra hafi ekki ákveðið að hlusta á marga þingmenn sem hvöttu til þess að útbúið yrði sambærilegt efni fyrir atkvæðagreiðsluna hina fyrri. Ég er alla vega mjög ánægð með að ákveðið hafi verið að taka á málinu með þessum hætti.