139. löggjafarþing — 96. fundur,  17. mars 2011.

norðurskautsmál 2010.

576. mál
[14:13]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir góða og yfirgripsmikla skýrslu um það mikilvæga samstarf sem þarna er á ferðinni. Ég tek undir með þingmanninum að þessu samstarfi eigum við Íslendingar að sinna vel og ég veit að við gerum það. Þingmaðurinn rakti að hugsanlega er breytinga að vænta með aukinni stofnanavæðingu ráðsins. Mig langaði því fyrir forvitni sakir að koma upp og inna þingmanninn eftir því hvernig umræðan stendur um það hvar höfuðstöðvar slíks ráðs skuli eiga heima, ef það yrði gert að formlegri stofnun eða formlegri stofnun en það er núna. Ég veit að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Ég vildi spyrja þingmanninn um þetta.