139. löggjafarþing — 96. fundur,  17. mars 2011.

vatnalög.

561. mál
[16:27]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. ráðherra fyrir yfirferð hennar.

Það er rétt að þetta er eitt af þeim stóru málum sem lengi hafa verið til umfjöllunar í þinginu og sýnst sitt hverjum um málið í heild. Ég reikna með því að þingflokkur framsóknarmanna þiggi hið góða boð um að fá lögmenn á þingflokksfund til að fara yfir málið. Ég held að það sé mjög mikilvægt og skynsamlegt. Ég hef eina spurningu sem kann nú að verða svarað síðar þegar við fáum góða yfirferð yfir frumvarpið og maður verður búinn að lúslesa það: Er einhver breyting lögð til á frumvarpinu varðandi þann eignarrétt sem var skilgreindur í lögunum frá 1923?