139. löggjafarþing — 96. fundur,  17. mars 2011.

vatnalög.

561. mál
[16:28]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Svarið við því er einfalt: Nei. Ákveðið var að halda áfram að halda óbreyttum vatnsréttindaákvæðum í löggjöfinni frá 1923 sem vel hafa staðist tímans tönn. Gerðar eru örlitlar breytingar á köflunum þar sem sameinuð eru ákveðin ákvæði og lagað til í þeim, en vatnsréttindin eru samkvæmt þessu algjörlega óbreytt frá 1923. Ætlunin með frumvarpinu er að reyna að byggja grunn að áframhaldandi sátt um þá leið sem þá var farin þannig að við munum búa við hana áfram.