139. löggjafarþing — 96. fundur,  17. mars 2011.

vatnalög.

561. mál
[16:38]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ágætt að geta endurskoðað söguna. Ég veit að það er ekki til siðs að varpa spurningu til þess sem flytur andsvar, (Gripið fram í: En það má …) en ég ætla samt að leyfa mér að spyrja hæstv. iðnaðarráðherra hvernig staðið hafi á því að það frumvarp sem Lúðvík Bergvinsson og Aagot V. Óskarsdóttir skrifuðu og var til í drögum í iðnaðarráðuneytinu leit aldrei dagsins ljós. Hvernig stóð á þeim miklu deilum sem voru hér í fyrravor, vorið 2010, sem enduðu með málþófi stjórnarandstöðu sem leiddi til þess að málinu var kippt í samningum út úr þinginu og að samið var bak við tjöldin um að farið yrði þverpólitískt í að skrifa frumvarp sem nú lítur dagsins ljós?