139. löggjafarþing — 96. fundur,  17. mars 2011.

vatnalög.

561. mál
[16:41]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg hárrétt hjá hæstv. ráðherra að það sem skiptir máli er lokaniðurstaðan. Mér finnst hæstv. ráðherra skauta ansi létt yfir það hvernig þessi niðurstaða kom til. Þær hugmyndir sem hér voru uppi síðasta vor gengu ekki út á það að ná neinni sátt. Þær gengu einfaldlega út á það að það átti að valta yfir minni hlutann í þessu máli en niðurstaðan varð sú, eftir að búið var að stilla stjórnarliðinu upp við vegg, að málinu var kippt út eins og hæstv. ráðherrann man mjög vel og úr varð samkomulag sem leiddi til farsællar lausnar, að því er virðist. Það er alveg sama hvernig maður endurskoðar söguna í ræðustóli, það verður ekkert vikið frá því.