139. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2011.

álver við Bakka.

[14:29]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna þeim orðum sem fram komu hjá hæstv. ráðherra og verð að viðurkenna að mér finnst hafa orðið viðhorfsbreyting hjá Samfylkingunni á undanförnum mánuðum og árum. Heimamenn hafa þurft að taka á sig áföll, þeir hafa stigið skrefið til baka, verkefnið hefur tafist, en nú er það þannig að allt er til reiðu til að halda áfram. Ég spyr því aftur hæstv. iðnaðarráðherra og kannski aðeins ítarlegar en áðan: Er hún reiðubúin að koma á fót þverpólitískum samráðshópi sem í sitja allir flokkar, og við klárum þetta mál?

Hér kom út spá Hagstofunnar varðandi hagvöxt fyrir um átta mánuðum. Þar var því spáð að á þessu ári (Forseti hringir.) yrði um 4,4% hagvöxtur á landinu og þar var Helguvík inni. Má ekki ætla (Forseti hringir.) að ef við förum í verkefnið hvað varðar álver á Bakka á Húsavík gætum við náð hagvextinum upp og minnkað atvinnuleysi?