139. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2011.

aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

496. mál
[15:26]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla í tilefni af ræðu hæstv. umhverfisráðherra að spyrja hver væru þau helstu efnisatriði sem haldið hefði verið til haga í þeim alþjóðlegu samningaviðræðum sem vísað er til í skýrslunni af hálfu Íslands. Hér vék hæstv. ráðherra að áherslumáli varðandi endurheimt votlendis. Frá fyrri árum þekkjum við áherslu á undanþágu vegna stóriðju og nú er gert ráð fyrir að detti út. En ég velti fyrir mér hver hafi verið, ef við getum orðað það svo, samningsmarkmið þeirra sem farið hafa með samningagerð fyrir hönd Íslands í þeim alþjóðlegu viðræðum sem farið hafa fram í aðdraganda þeirra loftslagsráðstefna sem bæði áttu sér stað á síðasta ári og eins varðandi þá ráðstefnu sem fyrirhuguð er í lok þessa árs.