139. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[22:28]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa ræðu sem ég vona að sem flestir lesi og heyri. Það er einmitt þetta sem ég gagnrýni mjög harkalega, að þeir sem eigi góðan aðgang í Silfur Egils eða Kastljósið eða fjölmiðlana skuli hafa forgjöf þegar hugmyndin er sú að kjósa þversnið af þjóðinni. Eða var það kannski ekki hugmyndin? Var það kannski ekki hugmyndin að fá sem flest sjónarmið sjónarmið upp í þessu? (Forseti hringir.) (RM: Það var þjóðfundurinn.) Það var þjóðfundurinn, það er hárrétt, hv. þingmaður.

Þá skulum við nálgast þetta mál alveg frá grunni með það á hreinu að við ætlum fræga fólkinu að skrifa stjórnarskrá fyrir Ísland.