139. löggjafarþing — 98. fundur,  23. mars 2011.

tilkynning um dagskrá.

[14:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Að loknum 2. dagskrárlið, Kosning í sjö fastanefndir, um kl. 2.30 í dag, fer fram umræða utan dagskrár um stöðu Íbúðalánasjóðs. Málshefjandi er hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Velferðarráðherra Guðbjartur Hannesson verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.