139. löggjafarþing — 98. fundur,  23. mars 2011.

beiðni um kosningu í nefndir.

[14:02]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseta hefur borist bréf frá formönnum þingflokka Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þar sem farið er fram á, skv. 6. gr. þingskapa, að kosið verði á ný í sjö fastanefndir þingsins. Í bréfinu er þess jafnframt farið á leit að áðurgreindar kosningar fari sem fyrst fram. Af þeirri ástæðu hef ég tekið á dagskrá, sem 2. mál á fundinum, kosningu í þær nefndir sem þar er getið.