139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:14]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég gerði að umtalsefni í ræðu minni um þetta mál þá merku uppgötvun sem upplýsingin gaf okkur, sem var þrískipting valdsins. Ef þessi ályktun verður samþykkt er gengið á svig við niðurstöðu Hæstaréttar. Löggjafinn sniðgengur og gerir lítið úr niðurstöðu Hæstaréttar.

Það get ég ómögulega samþykkt og jafnframt lýsi ég fullri vanvirðingu minni á þeim vinnubrögðum.