139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:26]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er tvennt sem ég vil segja um þetta. Mér finnst fráleitt að halda því fram að þessi aðferð sé með einhverju móti á skjön við Hæstarétt og niðurstöðu hans eða stjórnarskrána. Í annan stað vil ég líka segja að ég hef fullan skilning á því viðhorfi formanns Sjálfstæðisflokksins að stjórnlagaráðið hefur öðruvísi og annað umboð en það þing sem við upphaflega ætluðum að láta sjá um þetta verkefni.