139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:34]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég styð þessa tillögu því að ég tel að það sé brýnt að endurskoða stjórnarskrána og það verkefni hefur ekki verið auðleyst af hálfu þingsins. Nú felum við forseta þingsins í samráði við forsætisnefnd að skipa 25 fulltrúa í stjórnlagaráð. Það styð ég heils hugar og tel að aldrei hafi á Íslandi verið skipaðir fulltrúar í ráð með jafnvíðtækri skírskotun, 83 þúsund manns hafa kveðið upp sinn dóm. Þeim dómi vil ég lúta. (Gripið fram í: Heyr! Heyr!)